Aðeins Brighton hefur skapað fleiri færi en Manchester United í fyrstu tveimur leikjum ensku úrvalsdeildarinnar.
Brighton hefur byrjað mótið með látum og unnið tvo góða sigra.
Í þessum tveimur leikjum hefur Brighton skapað sér 38 færi og farið vel með nokkur þeirra.
Manchester United hefur ekki virkað sannfærandi í upphafi móts og tapaði gegn Tottenham um helgina, liðinu vantar hins vegar ekki að skapa sér færi.
Í leikjunum gegn Wolves og Tottenham hefur United nefnilega fengið 32 marktækifæri en aðeins skorað eitt mark.