fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Framtíð Mason Greenwood: United liggur á að losa sig við hann – Þetta eru möguleikarnir sem standa honum til boða

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2023 07:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíð Mason Greenwood er áfram í lausu lofti þó svo að Manchester United hafi ákveðið að losa sig við hann. Það eru þó nokkrir möguleikar á borðinu fyrir hann en þeir eru allir utan Englands. Enskir miðlar fjalla um stöðu mála.

Greenwood hefur ekki æft eða spilað með United í átján mánuði eftir að unnusta hans sakaði hann um nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi.

Málið var fellt niður fyrr á þessu ári og hefur Manchester United síðan skoðað málið hjá sér.

Nú er niðurstaða komin í málið og telur félagið heppilegst að Greenwood haldi knattspyrnuferli sínum áfram annars staðar en hjá United.

United liggur á að losa sig við hann annað því félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Takist það ekki gæti félagið þurft að borga upp samning hann sem rennur ekki út fyrr en 2025.

Þó er einn möguleiki leikmannsins að fara til Sádi-Arabíu. Þar lokar glugginn 20. september svo það liggur ekki eins mikið á. Al Ettifaq, með Steven Gerrard og Jordan Henderson innanborðs, hefur áhuga á Greenwood og er sagt íhuga að bjóða honum 10 milljónir punda í laun á ári. Fleiri félög í Sádí hafa einnig áhuga.

Þá er Jose Mourinho, stjóri Roma, opinn fyrir því að fá Greenwood til sín. Á hann að hafa hringt í hann fyrr í sumar með hugsanleg skipti í huga. Það kemur því til greina.

United hefur einnig verið í sambandi við önnur ítölsk félög, Juventus, AC Milan og Inter, um Greenwood.

Loks kemur Galatasaray í Tyrklandi til greina sem næsti áfangastaður Greenwood sem stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona