fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Þurfti að selja húsið tvisvar til að styðja dóttur sína: Fékk nánast enga hjálp – ,,Þetta var gríðarlega erfitt“

433
Sunnudaginn 20. ágúst 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir eru farnir að kannast við nafnið Georgia Stanway sem er leikmaður enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.

Georgia leikur með Bayern Munchen í Þýskalandi og á að baki 52 landsleiki fyrir England og hefur í þeim skorað 12 mörk.

Móðir Georgia, Joanne, þurfti að ganga í gegnum ýmislegt er Georgia elti drauminn að gerast atvinnumaður og keyrði þrjá tíma til að koma stúlkunni á æfingar.

Georgia byrjaði feril sinn hjá Blackburn sem var langt frá þeirra heimili en gekk síðar í raðir Manchester City og svo Bayern.

Joanne fékk litla hjálp þegar kom að dóttur sinni og þurfti að selja hús sitt tvisvar til að geta stutt við bakið á henni sem borgaði sig að lokum.

Georgia og móðir hennar fluttu allavega tvisvar á meðan hún var á sínum yngri árum í boltanum en sú fyrrnefnda er í dag 24 ára gömul.

,,Það var ekki mikill peningur í kvennaboltanum á þessum tímapunkti. Ég fékk styrk upp á 250 pund sem dekkaði tíu ferðir til og frá æfingasvæðinu,“ sagði Joanne.

,,Þetta var þó gríðarlega erfitt og ég var í góðu starfi. Ég var mjög veik fjárhagslega þarna og þurfti að selja heimili okkar tvisvar til að hafa efni á þessu.

Georgia hefur leikið með enska landsliðinu á HM kvenna í sumar og er liðið komið alla leið í úrslit og spilar gegn Spánverjum í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Verið að rifta samningi Aubameyang í Sádí Arabíu

Verið að rifta samningi Aubameyang í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Í gær

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Í gær

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Í gær

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar