Tottenham 2 – 0 Manchester Utd
1-0 Pape Matar Sarr(’49)
2-0 Lisandro Martinez(’83, sjálfsmark)
Tottenham vann í kvöld sinn fyrsta leik undir Ange Postecocoglou sem tók við félaginu í sumar.
Tottenham byrjaði tímabilið á leik gegn Brentford og lauk þeirri viðureign með 2-2 jafntefli.
Manchester United var andstæðingur Tottenham í kvöld en leikið var á heimavelli þess síðarnefnda í London.
Tottenham hafði að lokum betur 2-0 en bæði mörkin voru skoruð í seinni hálfleiknum.
Þetta var fyrsta tap Man Utd í deild eftir 1-0 sigur á Wolves í fyrstu umferð.