Chelsea hefur staðfest kaup sín á Romeo Lavia frá Southampton fyrir 53 milljónir punda.
Þessi 19 ára gamli miðjumaður frá Belgíu krotaði undir sjö ára samning við enska félagið.
Lavia var einnig á óskalista Liverpool en Chelsea bauð hærri laun og betri samning sem heillaði kauða.
„Ég er mjög ánægður með að verða hluti af Chelsea fjölskyldunni,“ segir Lavia en Chelsea keypti Moises Caicedo fyrr í vikunni.
Manchester City fær stóran hluta af kaupverðinu en Southampton keypti Lavia frá City fyrir ári síðan.