Hinn 34 ára gamli, Theo Walcott hefur tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna eftir mjög svo farsælan feril.
Walcott var 16 ár gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir Southampton árið 2005.
Ári síðar gekk hann í raðir Arsenal og fór á sitt fyrsta stórmót með enska landsliðinu, ungur að árum.
Eftir góð ár hjá Arsenal var Walcott seldur til Everton þar sem hann fann ekki sitt besta form.
Walcott endaði feril sinn heima hjá Southampton en var látinn fara þegar samningur hans þar rann út í sumar.
Walcott hefur því ákveðið að hætta í fótbolta en hann lék 47 A-landsleiki fyrir England á ferli sínum.