Liverpool er að ganga frá kaupum á miðjumanninum Wataru Endo hjá Stuttgart. Hann gengst undir læknisskoðun síðar í dag.
Hlutirnir gengu hratt fyrir sig eftir að leikmaðurinn var óvænt orðaður við Liverpool í gærkvöldi og er Liverpool að kaupa hann á 18 milljónir evra.
Hinn þrítugi Endo, sem er fyrirliði Stuttgart, bað um að fá að fara til að upplifa draum sinn og spila fyrir Liverpool.
Endo er að upplagi djúpur miðjumaður en getur einnig leyst stöðu miðvarðar.
Tölfræði hans frá því hann kom til Stuttgart 2020 þykir góð þegar hann er borinn saman við aðra miðjumenn. Hann hefur til að mynda unnið boltann oftast allra miðjumanna þýsku deildarinnar á síðasta þriðjungi, unnið flesta skallabolta og hreinsað oftast frá.
Þá er hann með næstflestu snertingarnar og sömuleiðis næstflestu heppnuðu sendingarnar.
Squawka tók tölfræðina saman og hana má sjá hér að neðan.