David Raya gekk í vikunni í raðir Arenal frá Brentford. Húðflúr sem hann er með þykir frekar óheppilegt í ljósi þess að hann er mættur til Skyttanna.
Spænski markvörðurinn kemur á láni út þessa leiktíð fyrir 3 milljónir punda en Arsenal getur keypt hann á 27 milljónir punda næsta sumar.
Raya er með húðflúr aftan á hálsinum þar sem er einfaldlega dagsetningin 13-08-21.
Það var dagurinn sem Raya spilaði sinn fyrsta úrvalsdeildarleik. Það var einmitt gegn Arsenal og vann Brentford 2-0.
Þetta var einnig á afar erfiðum tíma fyrir Arsenal sem tapaði í kjölfarið gegn Chelsea og illa gegn Manchester City. Var liðið á botni ensku úrvalsdeildarinnar eftir þessa leiki.
Eins og frægt er hefur liðið þó heldur betur snúið genginu við undanfarin ár undir stjórn Mikel Arteta.
Hér að neðan má sjá húðflúrið.