fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Segir frá atviki þegar hann fór með Eiði Smára til London um síðustu helgi og hittu þar gamlan félaga – „You still owe me money“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 17. ágúst 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen sérfræðingur Símans í enska boltanum var mættur á sinn gamla heimavöll, Stamford Bridge á sunnudag. Með í för var Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum.

Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Liverpool en Eiður er goðsögn á Brúnni eftir góða tíma hjá félaginu sem leikmaður.

Tómas Þór ræddi ferðina með Eiði til London á sunnudag í hlaðvarpsþætti Fótbolta.net. „Ég get sýnt ykkur myndband, við vorum þarna og Sky Sports sem vorum lengst í vinnunni,“ sagði Tómas Þór í byrjun um það hvernig er að ferðast með Eiði um Brúnna.

Eiður hitti þar félaga sinn Micah Richards sem virðist skulda þeim íslenska einhvern aur.

„Við vorum að bíða eftir að Ernir tökumaður kláraði að taka til, svo væri hægt að labba heim á leið. Þá voru Sky Sports að klára, þar voru Micah Richards, Daniel Sturridge, Roy Keane og Dave Jones. Við komum þar framhjá,“ segir Tómas

„Þeir heilsuðu allir Eiði og svo kom Micah og heilsaði Eiði og Eiður henti í gott „You still owe me money“, hann hló svo. Ég má ekki segja þessa sögu og ætla ekki að segja hana alla, menn hafa verið að skipta á húsnæði þegar þeir skipta um lið. Þetta var allt í góðu,“sagði Tómas Þór.

Þegar þessu var lokið var svo komið að því að koma sér heim af vellinum en þar lenti Eiður í hópi fólks sem vildi

„Við löbbum í gegnum aðaltorgið, þar var fólk að bíða eftir leikmönnum Chelsea sem eru í bílageymslu. Eiður vissi að það væri eitthvað að fara að gerast, það voru svona 100 manns á öllum aldri,“ sagði Tómas.

„Það er maður á mínum aldri sem kallar Eiður mjög hátt og fjandinn var laus, það báðu allir um myndir og hann tók þeim öllum. Fólk var að elta hann þarna, sjálfboðaliðarnir í kringum félagið sáu þetta og það kom einn lítill og þéttvaxinn. Hann stökk inn í hópinn og sagði að nú yrði Eiður að fá að labba.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal opinberar nýja búninga og viðbrögðin standa ekki á sér – Myndir

Arsenal opinberar nýja búninga og viðbrögðin standa ekki á sér – Myndir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert kemur í veg fyrir að hann endi hjá Liverpool

Ekkert kemur í veg fyrir að hann endi hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Flytur frá Manchester til Norwich

Flytur frá Manchester til Norwich
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fundaði einnig með Liverpool

Fundaði einnig með Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“
433Sport
Í gær

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði
433Sport
Í gær

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag