Pep Guardiola er vel pirraður út í ensku úrvalsdeildina sem lætur liðið spila á laugardag í deildinni eftir erfiðan leik í gær í Ofurbikarnum.
City vann Ofurbikarinn gegn Sevilla í gær en leikið var á Grikklandi þar sem úrslit réðust í vítaspyrnukeppni.
Guardiola er pirraður á því að enska deildin taki ekki tillit og leyfi City að spila síðar. „Ekki dropa af áfengi, leikmenn reyna að endurheimta,“ segir Guardiola eftir leik.
Hann sendi svo væna pillu á ensku úrvalsdeildina.
„Frá Grikklandi, takk enska úrvalsdeildin fyrir að leyfa okkur að spila á laugardag en ekki á sunnudag eða mánudag.“
"Thank you so much to the Premier League for letting us play on Saturday…and not on Sunday or Monday…" 👀
Man City boss Pep Guardiola on his sides recovery after their Super Cup win 💭 pic.twitter.com/Y2dmK49uTx
— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 17, 2023