fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Yfirmaður í Danmörku tjáir sig um Gylfa og orðróminn – „Alltof margt í þessu sem við vitum ekki enn“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. ágúst 2023 11:00

Alexandra Helga og Gylfi Þór. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nicas Kjeldsen yfirmaður fótboltamála hjá Lyngby segir algjörlega óvíst hvort félagið geti gengið frá samningi við Gylfa Þór Sigurðsson.

Gylfi Þór hefur undanfarnar vikur skoðað möguleika sína í fótboltanum en vegna meiðsla hefur hann ekki tekið ákvörðun.

Lyngby í Danmörku þar sem Freyr Alexandersson er þjálfari er einn af þeim möguleikum sem eru á borði Gylfa ef hann ákveður að byrja aftur í fótbolta.

„Það er of snemmt að ræða þetta því við vitum ekki hvort þetta sé raunhæft, það er alltof margt í þessu sem við vitum ekki enn,“ segir Kjeldsen við danska fjölmiðla og Fótbolti.net segir frá.

Getty Images

Gylfi hafði mætt á æfingar með Val í sumar en fann fyrir meiðslum þar og hefur síðan þá ekki æft með liðinu, Valur hefur áhuga á að semja við Gylfa ef hann ákveður að byrja aftur í fótbolta.

Gylfi verður 34 ára gamall í næsta mánuði en hefur ekki spilað fótbolta í rúm tvö ár. Hjá Lyngby eru þrír íslenskir leikmenn, Þeir Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Finsson og Sævar Atli Magnússon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth