Þrír af reyndustu dómurum í sögu enska boltans þeir Howard Webb, Martin Atkinson og John Moss voru allir mættir á leik Manchester United og Wolves á mánudag.
Webb er yfirmaður dómaramála á Englandi í dag en hann var lengi vel einn færasti dómari í heimi.
Atkinson og Moss eru kennarar hjá ensku deildinni og starfa því náið með Webb.
Allir voru þeirr mættir í mat og drykk í boði Manchester United og virtust njóta sín í botn.
Webb var á ferli sínum oft sakaður um að vera hliðhollur Manchester United og því vekur þessi mynd upp nokkra reiði á meðal stuðningsmanna annara liða.
Líklegast voru þeir félagar þó aðeins mættir til að skoða störf dómarans og fylgja eftir þeim nýju reglum sem tóku gildi í upphafi tímabils.