Ástralía 1 – 3 England:
0 – 1 E. Toone
1-1 S. Kerr
1 – 2 L. Hemp
1 – 3 A. Russo
England er komið í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins eftir sigur á heimakonum í Ástralíu en leiknum var að ljúka rétt í þessu.
Ella Toone kom enska liðinu yfir áður en hin magnaða Sam Kerr jafnaði fyrir heimakonu.
Lauren Hemp kom enska liðinu aftur yfir en heimakonur ógnuðu sífellt með hraða sínum og krafti.
Þegar heimakonur voru komnar með margar fram var það Alessia Russo framherji Arsenal sem rak síðasta naglann í kistu Ástralíu.
Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudag þegar England mætir Spáni.