Það var stórleikur á dagskrá í Bestu deild kvenna í kvöld þegar Stjarnan tók á móti Breiðabliki.
Gestirnir þurftu á sigri að halda til að endurheimta toppsætið af Val en allt kom fyrir ekki.
Stjarnan leiddi 2-0 í hálfleik með mörkum frá Huldu Hrund Arnarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur.
Jasmín Erla Ingadóttir fór langt með að gera út um leikinn eftir stundarfjórðung af seinni hálfleik.
Blikar minnkuðu muninn í 3-2 með mörkum frá Andreu Rut Bjarnadóttur og Öglu Maríu Albertsdóttur en Andrea Mist Pálsdóttir innsiglaði 4-2 sigur Stjörnunnar.
Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 33 stig, 3 stigum á eftir Val. Stjarnan er í fimmta sæti með 23 stig.