Það kom upp óvænt atvik í beinni útsendingu á RÚV í kvöld.
Matthías Vilhjálmsson var þar í viðtali í hálfleik í leik Víkings og KR í undanúrslitum Mjólkurbikars karla.
Matthías og félagar í Víkingi leiða 2-0 í hálfleik.
Í miðju viðtali sprautaði vökvunarkerfi vallarins hressilega yfir Kristjönu Arnarsdóttur og Matthías.
Sjón er sögu ríkari. Atvikið er hér að neðan.