Newcastle United mun halda tvo landsleiki fyrir Sádí Arabíu í september og mun landsliðið leigja völlinn af enska félaginu.
Newcastle er að stærstum hluta í eigu PIF sem er fjárfestingarsjóður Sádí Arabíu.
Sádí Arabía mun mæta Kosta Ríka og Suður Kóreu í tveimur æfingaleikjum á St James’ Park sem vekur mikla athygli.
Sádarnir eru að taka yfir fótboltann á methraða en margar af stærstu stjörnum fótboltans hafa skellt sér til til Sádí Arabíu á undanförnum mánuðum.
Sádarnir vilja auka áhugann á landsliði sínu og vona að landsleikir í Englandi hjálpi til við það.