Alisha Lehmann er ein vinsælasta knattspyrnukona heims. Hún er 23 ára gömul og á mála hjá Aston Villa á Englandi. Þar hefur hún verið undanfarin ár.
Lehmann er einnig landsliðskona Sviss. Hún er með yfir fjórtán milljónir fylgjenda á Instagram.
Lehmann er heimsfræg en hún birti mynd af sér á Instagram í vikunni eftir að hafa lokið keppni á HM sem nú er í gangi.
Maz Pacheco liðsfélagi Lehmann hjá landsliðinu skrifar. „Ofurfyrirsæta,“ við nýjustu mynd hennar.
Sóknarmaðurinn var í sambandi með Douglas Luiz, sem spilar með karlaliði Villa. Því sambandi lauk fyrr á þessu ári.
Margir telja að Lehmann sé fegursta knattspyrnukona í heimi og það pirrar hana oft. „Margir skoða bara samfélagsmiðla en vita ekki hvað ég get í fótbolta,“ segir Lehmann.
„Ég er stundum svekkt yfir því ég legg mikið á mig á hverjum degi, ég æfi alla daga og vil verða eins góð og ég get orðið.“