Manchester United og Liverpool eru bæði sögð hafa áhuga á því að krækja í hollenska miðjumanninn, Ryan Gravenberch sem er á mála hjá FC Bayern.
Samkvæmt Foot Mercato er Liverpool byrjað að skoða það að kaupa Gravenberch sem er hollenskur landsliðsmaður.
Manchester United hefur áhuga og segir Foot Mercato að hollenski leikmaðurinn vilji frekar fara til Manchester United.
United gæti skoðað það að styrkja miðsvæði sitt á næstu dögum en Scott McTominay er til sölu og Fred var seldur frá félaginu á dögunum.
Gravenberch fór til Bayern frá Ajax síðasta sumar en áður lék hann undir stjórn Erik ten Hag hjá hollenska félaginu.
Gravenberch hefur upplifað erfiða tíma hjá FC Bayern og virðist ekki vera í plönum Thomas Tuchel en hann er varnarsinnaður leikmaður.