ÍBV hefur samið við sóknarmanninn, Michael Jordan Nkololo um að leika með liðinu út tímabilið og hefur hann fengið leikheimild með Eyjamönnum.
ÍBV er að berjast fyrir lífi sínu í Bestu deildinni en Jordan er þrítguru sóknarmaður frá Kongó.
Jordan hefur leikið víða á ferli sínum en fær félagaskipti til Íslands frá Sádí Arabíu.
Hann er fæddur í Frakklandi en hefur leikið fyrir landslið Kongó og skorað fjögur mörk fyrir land og þjóð.
Eyjamenn hafa verið í vandræðum með markaskorun en fá nú Jordan til að klára færin.