Jurrien Timber varnarmaður Arsenal er á leið í aðgerð á hné eftir að hafa meiðst í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Timber meiddist gegn Nottingham Forest eftir að hafa verið keyptur á 40 milljónir punda í sumar.
Ljóst er að eftir aðgerðina verður Timber frá í hið minnsta sex mánuði og ljóst að þáttaka hans á þessu tímabili verður lítil.
Timber er hollenskur landsliðsmaður sem kom til félagsins frá Ajax og miklar væntingar voru til hans eftir gott undirbúningstímabil.
Timber hefur verið í skoðunum undanfarna daga og er búið að taka endanlega ákvörðun um að senda hann í aðgerð.