Liverpool er nálægt því að fá miðjumannin Sofyan Amrabat ef marka má frétt Algemeen Dagblad í Hollandi.
Amrabat er á mála hjá Fiorentina og hefur verið orðaður burt í sumar. Hann heillaði mikið á HM í Katar og er talið að hann sé klár í að spila fyrir stærra félag.
Fyrr í sumar var Amrabat mikið orðaður við Manchester United en samkvæmt nýjustu fréttum er Liverpool skyndilega nálægt því að fá hann.
Amrabat er fæddur og uppalinn í Hollandi en spilar fyrir landslið Marokkó.
Liverpool hefur misst af tveimur skotmörkum sínum undanfarið, Moises Caicedo og Romeo Lavia, til Chelsea og vill Jurgen Klopp ólmur styrkja miðsvæðið.
Nú er líklegt að Amrabat sé á leiðinni.