fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Kvöldverður Beckham og Messi hjónanna breyttist í martröð – Alblóðugur maður varð til þess að Victoria flúði heim með dóttur þeirra

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. ágúst 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Victoria Beckham og dóttir hennar Harper flúðu veitingastað í Miami um helgina eftir að slagsmál brutust út á staðnum. Gestur á staðnum og öryggisgæslan lentu þá í áflogum.

Beckham fjölskyldan fór út að borða með Lionel Messi og eiginkonu hans auk fleiri leikmanna Inter Miami.

„Þeir stukku á okkur, bara af því að vinur minn vildi fá mynd með eiginkonu Messi en ekki með Beckham eða Messi. Þetta var fjölskylduhittingur,“ sagði maðurinn sem öryggisgæslan réðst á.

Maðurinn var allur í blóði en hann var mættur á veitingastaðinn Gekko til að fagna 21 árs afmæli dóttur sinnar.

Myndband af þessu öllu má sjá hérna.

Gekko er í eigu David Grutman sem er góður vinur Beckham og á marga af flottustu stöðunum í Miami.

Victoria vildi ekki að dóttir sín myndi horfa á þessi átök og flúði með hana heim af staðnum en setti síðan mynd af kvöldinu á Instagram og talaði um gott kvöld.

Það er Lionel Messi æði í Miami eftir að David Beckham eigandi Inter Miami sannfærði hann um að ganga í raðir félagsins.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth