Victoria Beckham og dóttir hennar Harper flúðu veitingastað í Miami um helgina eftir að slagsmál brutust út á staðnum. Gestur á staðnum og öryggisgæslan lentu þá í áflogum.
Beckham fjölskyldan fór út að borða með Lionel Messi og eiginkonu hans auk fleiri leikmanna Inter Miami.
„Þeir stukku á okkur, bara af því að vinur minn vildi fá mynd með eiginkonu Messi en ekki með Beckham eða Messi. Þetta var fjölskylduhittingur,“ sagði maðurinn sem öryggisgæslan réðst á.
Maðurinn var allur í blóði en hann var mættur á veitingastaðinn Gekko til að fagna 21 árs afmæli dóttur sinnar.
Myndband af þessu öllu má sjá hérna.
Gekko er í eigu David Grutman sem er góður vinur Beckham og á marga af flottustu stöðunum í Miami.
Victoria vildi ekki að dóttir sín myndi horfa á þessi átök og flúði með hana heim af staðnum en setti síðan mynd af kvöldinu á Instagram og talaði um gott kvöld.
Það er Lionel Messi æði í Miami eftir að David Beckham eigandi Inter Miami sannfærði hann um að ganga í raðir félagsins.
View this post on Instagram