fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Gísli rifjar upp lygilegt símtal: Arnar Þór hinum megin á línunni – „Hvernig veit ég að þetta ert þú?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. ágúst 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Eyjólfsson og Höskuldur Gunnlaugsson, lykilleikmenn Íslandsmeistara Breiðabliks, mættu í hlaðvarpsþáttinn Tveir á tvo og fóru yfir allt milli himins og jarðar. Ferlar þeirra með landsliðinu voru til að mynda til umræðu.

Höskuldur á átta A-landsleiki að baki en Gísli fjóra. Sá síðarnefndi sagði frá því í þættinum þegar Arnar Þór Viðarsson, þá landsliðsþjálfari, hringdi í hann og kallaði hann inn í landsliðið í fyrsta sinn árið 2021.

„Þegar Óskar (Hrafn Þorvaldsson) kom inn (sem þjálfari Breiðabliks) og ég sá að hann væri að fara að gera eitthvað setti ég mér markmið. Ég ætlaði að verða Íslandsmeistari og spila landsleik áður en ég hætti,“ sagði Gísli.

Það kom Gísla hins vegar mjög á óvart þegar Arnar Þór tjáði honum að hann væri að fara að fara í sína fyrstu A-landsliðsferð.

„Landsliðið var aldrei að fara að gerast, bara ekki séns. En svo hringir hann í mig og spurði hvort ég vildi ekki koma með til Bandaríkjanna. Ég hélt að það væri einhver að grínast í mér,“ rifjaði Gísli upp.

Það tók Gísla tíma að átta sig á þessu. „Hvernig veit ég að þetta ert þú?“ spurði hann Arnar Þór, sem svaraði að númer sitt væri að finna á heimasíðu KSÍ.

„Það voru alvöru kallar í þessari ferð og þetta var sturlað umhverfi. Við spiluðum við Mexíkó í Dallas fyrir framan 40 þúsund manns. Ég hafði aldrei heyrt jafn mikil læti. Þetta var bara ruglað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth