Chuba Akpom er genginn í raðir hollenska stórliðsins Ajax frá Middlesbrogh.
Hinn 27 ára gamli Akpom fór á kostum með Boro á síðustu leiktíð í ensku B-deildinni og skoraði 29 mörk í öllum keppnum.
Ajax greiðir Boro rúmar 12 milljónir punda fyrir framherjann.
Akpom er fyrrum leikmaður Arsenal en spilaði aldrei stórt hlutverk fyrir liðið. Hann var mikið lánaður út.
Nú er hann hins vegar mættur til Ajax, sem hafnaði í þriðja sæti hollensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Chuba Akpom salutes you! 🫡
— AFC Ajax (@AFCAjax) August 16, 2023