Hugo Lloris er á förum frá Tottenham. Að öllum líkindum verður Ítalía áfangastaðurinn.
Franski markvörðurinn verður 37 ára gamall í lok árs og er kominn langt yfir sitt besta skeið.
Hann er ekki í plönum Tottenham og fékk ekki einu sinni að fara með í æfingaferð liðsins í sumar.
Nú er Lloris á leið til Lazio í Serie A.
Tottenham biður ekki um neina upphæð fyrir Lloris sem má því fara frítt til Lazio.
Lloris hefur verið hjá Tottenham síðan 2012.