Manchester City hefur áhuga á að selja bæði Aymeric Laporte og Joao Cancelo í sumar en ekkert einasta tilboð hefur borist í þá félaga.
Laporte er aftarlega í röðinni hjá City en hann gæti nú farið til Arsenal.
Meiðsli Jurrien Timber eru alvarleg og hefur Arsenal áhuga á því að styrkja varnarlínu sína vegna þess.
Barcelona hefur áhuga á Cancelo en fjárhagsvandræði þeirra eru slík að félagið getur lítið gert.
Cancelo var lánaður til Bayern í janúar en Pep Guardiola var orðinn þreyttur á viðhorfi hans og leyfði honum að fara.
Barcelona hefur áhuga á því að fá hann á láni en enska félagið vill helst selja hann.