Manchester City hefur samþykkt tilboð frá Al-Nassr í Sádí Arabíu í varnarmanninn Aymeric Laporte sem er klár í slaginn.
Laporte er 29 ára gamall en hann á tvo ár eftir af samningi sínum við City en er ekki í plönum Pep Guardiola.
Laporte er sagður klár í að skoða það að fara til Sádí Arabíu og yrði þá nýjasta stjarnan í þeim hópi.
Al Nassr leggur áherslu á að klára kaupin sem fyrst en Laporte yrði þá liðsfélagi Cristiano Ronaldo og Sadio Mane.
Leikmenn virðast ansi spenntir fyrir seðlunum í Sádí Arabíu en haugur af góðum leikmönnum í Evrópu hefur farið til landsins í sumar.
🚨 Manchester City accept offer from Al Nassr for Aymeric Laporte. 29yo Spain centre-back into final 2 years of contract + thought to be open to possibility. #MCFC willing to sell, with Saudi Pro League club #AlNassr pushing to get deal done @TheAthleticFC https://t.co/vTsZT2idii
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 16, 2023