fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Afturelding kom til baka fyrir vestan en Skagamenn færast nær og nær

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. ágúst 2023 20:05

Ivo Braz skoraði í fyrsta leik.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm leikjum er lokið það sem af er kvöldi í Lengjudeild karla.

Afturelding missteig sig í fjórða leiknum í röð. Liðið gerði 2-2 jafntefli við Vestra á útivelli eftir að hafa lent 2-0 undir með mörkum. Ivo Braz skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Aftureldingu eftir komuna frá Ægi.

ÍA vann þá afar þægilegan heimasigur á Ægi eins og við var búist. Viktor Jónsson skoraði tvö í fyrri hálfleik í 4-0 sigri.

Afturelding er nú með aðeins 1 stigs forskot á ÍA á toppi deildarinnar.

Grindavík gefst þá ekki upp í baráttunni um umspilssæti og vann 1-0 sigur á Leikni sem hefur verið á miklu skriði. Símon Logi Thasaphong skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

Í fallbaráttunni vann Njarðvík afar sterkan sigur á Selfossi og fer frábærlega af stað undir stjórn Gunnars Heiðars Þorvaldssonar.

Þá vann Þór 2-1 endurkomusigur á Þrótti. Síðarnefnda liðið er þar með í fallsæti ásamt Ægi.

Vestri 2-2 Afturelding
1-0 Silas Songani
2-0 Vladimir Tufegdzic
2-1 Ivo Braz
2-2 Elmar Kári Enesson Cogic

ÍA 4-0 Ægir 
1-0 Viktor Jónsson
2-0 Viktor Jónsson
3-0 Hlynur Sævar Jónsson
4-0 Hlynur Sævar Jónsson

Grindavík 1-0 Leiknir R.
1-0 Símon Logi Thasaphong

Selfoss 2-3 Njarðvík
0-1 Oumar Diouck
0-2 Rafael Victor
0-3 Rafael Victor
1-3 Gonzalo Zamorano
2-3 Oskar Wasilewski

Þór 2-1 Þróttur R.
0-1 Hinrik Harðarson
1-1 Alexander Már Þorláksson
2-1 Ragnar Óli Ragnarsson

Farið verður yfir alla leikina í Lengjudeildarmörkunum á 433.is annað kvöld

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth