Fimm leikjum er lokið það sem af er kvöldi í Lengjudeild karla.
Afturelding missteig sig í fjórða leiknum í röð. Liðið gerði 2-2 jafntefli við Vestra á útivelli eftir að hafa lent 2-0 undir með mörkum. Ivo Braz skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Aftureldingu eftir komuna frá Ægi.
ÍA vann þá afar þægilegan heimasigur á Ægi eins og við var búist. Viktor Jónsson skoraði tvö í fyrri hálfleik í 4-0 sigri.
Afturelding er nú með aðeins 1 stigs forskot á ÍA á toppi deildarinnar.
Grindavík gefst þá ekki upp í baráttunni um umspilssæti og vann 1-0 sigur á Leikni sem hefur verið á miklu skriði. Símon Logi Thasaphong skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.
Í fallbaráttunni vann Njarðvík afar sterkan sigur á Selfossi og fer frábærlega af stað undir stjórn Gunnars Heiðars Þorvaldssonar.
Þá vann Þór 2-1 endurkomusigur á Þrótti. Síðarnefnda liðið er þar með í fallsæti ásamt Ægi.
Vestri 2-2 Afturelding
1-0 Silas Songani
2-0 Vladimir Tufegdzic
2-1 Ivo Braz
2-2 Elmar Kári Enesson Cogic
ÍA 4-0 Ægir
1-0 Viktor Jónsson
2-0 Viktor Jónsson
3-0 Hlynur Sævar Jónsson
4-0 Hlynur Sævar Jónsson
Grindavík 1-0 Leiknir R.
1-0 Símon Logi Thasaphong
Selfoss 2-3 Njarðvík
0-1 Oumar Diouck
0-2 Rafael Victor
0-3 Rafael Victor
1-3 Gonzalo Zamorano
2-3 Oskar Wasilewski
Þór 2-1 Þróttur R.
0-1 Hinrik Harðarson
1-1 Alexander Már Þorláksson
2-1 Ragnar Óli Ragnarsson
Farið verður yfir alla leikina í Lengjudeildarmörkunum á 433.is annað kvöld