Það eru tvær ástæður fyrir því að Romeo Lavia miðjumaður Southampton hefur hafnað því að ganga í raðir Liverpool og ætlar sér að fara til Chelsea.
Lavia líkt og Moises Caicedo hefur hafnað því að fara til Liverpool og ætlar þessi 19 ára leikmaður að fara til Chelsea.
Southampton og Chelsea eru að klára samkomulag sitt þess efnis og mun Lavia eftir það skrifa undir.
„Það er Chelsea sem fær Lavia, miðjumaðurinn frá Belgíu er byrjaður að leita sér að húsnæði í London,“ segir Sacha Tavolieri blaðamður í Belgíu.
„Chelsea bauð lengi samning og betri laun,“ segir blaðamaðurinn og segir það ástæður þess að hann velur Chelsea.
„Hann fór til London á föstudag til að ræða um hlutina og það var mikilvægur partur af því að hann velur Chelsea frekar.“
Stuðningsmenn Liverpool eru ósáttir með félagið sitt og horfa nú á eftir tveimur öflugum bitum velja Chelsea frekar.