Michael Jones er hinn 26 ára gamli verkamaður sem lést við byggingu á nýjum heimavelli Everton í gær. Hlaut hann alvarlega höfuðáverka sem urðu hans banamein.
Everton er að byggja glæsilegan nýjan heimavöll í Liverpool en slysið átti sér stað í gærmorgun og er búið að vísa öllum af vettvangi.
Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en við komuna þangað var hann úrskurðaður látinn.
Yfirvöld eru mætt á svæðið og rannsaka hvernig slysið átti sér stað en ljóst er að ekkert verður unnið í kringum völlinn næstu daga.
Margir minnast Jones en nýr völlur Everton rís nú nálægt höfninni í Bítlaborgini.
„Fjölskyldan vill þakka öllum fyrir stuðninginn. Það er með sorg í hjarta sem við greinum frá því að sinur okkar, bróðir, frændi og vinur er fallinn frá,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldunni.