fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Þetta er maðurinn ungi sem lést í hræðilegu vinnuslysi í gær

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. ágúst 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Jones er hinn 26 ára gamli verkamaður sem lést við byggingu á nýjum heimavelli Everton í gær. Hlaut hann alvarlega höfuðáverka sem urðu hans banamein.

Everton er að byggja glæsilegan nýjan heimavöll í Liverpool en slysið átti sér stað í gærmorgun og er búið að vísa öllum af vettvangi.

Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en við komuna þangað var hann úrskurðaður látinn.

Yfirvöld eru mætt á svæðið og rannsaka hvernig slysið átti sér stað en ljóst er að ekkert verður unnið í kringum völlinn næstu daga.

Margir minnast Jones en nýr völlur Everton rís nú nálægt höfninni í Bítlaborgini.

„Fjölskyldan vill þakka öllum fyrir stuðninginn. Það er með sorg í hjarta sem við greinum frá því að sinur okkar, bróðir, frændi og vinur er fallinn frá,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur