Elín Metta Jensen hefur tekið skóna af hillunni og samið við Þrótt Reykjavík út næstu leiktíð.
ELín Metta lagði skóna á hilluna síðasta haust en hafði alla tíð leikið með Val.
Elín Metta var á sínum tíma ein fremsta knattspyrnukona landsins en hún er 28 ára gamall.
Elín mun klára tímabilið með Þrótti og svo leika með félaginu á næstu leiktíð.
Framherjinn knái hefur spilað yfir 60 landsleiki fyrir Ísland og var lengi vel í mjög stóru hlutverki.
ELÍN METTA JENSEN Í ÞRÓTT!✍️
Þróttur og Elín undirrituðu samning sín á milli út tímabilið 2024. Hún mun leika strax með Þrótti það sem eftir lifir móti og í úrslitakeppni. Elín Metta er stödd fyrir vestan en kemur í dalinn fagra á morgun, hlökkum til að kynna hana betur. Velkomin pic.twitter.com/eD52S73G7R— Þróttur (@throtturrvk) August 15, 2023