Félagaskipti Harry Maguire til Wet Ham virðast úr sögunni þar sem enski landsliðsmaðurinn nær ekki að semja við United um starfslok.
Maguire er klár í að lækka laun sín um 90 þúsund pund á viku til að fara til West Ham en vill þá fá greiðslu frá United.
Guardian segir að Maguire hafi viljað 7 milljónir punda frá United eða rúman milljarð króna.
United er ekki tilbúið að greiða Maguire þá upphæð svo að varnarmaðurinn fari en West Ham ætlaði að greiða 30 milljónir punda fyrir Maguire.
Maguire var ónotaður varamaður í sigri United á Wolves í gær og var sviptur fyrirliðabandinu fyrir tímabilið. Hann er því ekki í plönum Erik ten Hag.