Steven Lennon einn besti framherji í sögu efstu deildar hefur yfirgefið FH og var lánaður til Þróttar í Lengjudeildinni.
Lennon er 35 ára gamall en hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá FH á þessu tímabili.
Steven Lennon, einn besti leikmaður FH í gegnum tíðina, hefur verið lánaður til Þróttar í Reykjavík út tímabilið.
“Steven hefði viljað spila meira en hann hefur gert fyrir FH-liðið í sumar og eftir að við tókum samtalið þá var það sameiginleg niðurstaða að leyfa honum að fara.” pic.twitter.com/XBn57YCRMK— FHingar (@fhingar) August 15, 2023
Lennon sem er frá Skotlandi hefur aðeins skorað eitt mark í sumar en hann kom til FH árið 2014.
Áður lék hann með Fram en klárar nú tímabilið með Þrótti í næst efstu deild.
Þegar lánsdvöl Lennon lýkur er samningur hans við FH á enda og hefur hann því að öllum líkindum klárað feril sinn í Kaplakrika.