Þrír leikmenn Burnley eru mögulega í smá klandri en upp hefur komist að þeir höfðu líklega litla trú á sjálfum sér í leik gegn Manchester City á föstudag.
Josh Brownhill, Jack Cork, og Arijanet Muric voru nefnilega allir með Erling Haaland framherja City sem fyrirliða í Fantasy leiknum vinsæla.
Haaland skoraði tvö mörk í leiknum en allir þrír voru með hann sem fyrirliða og er nú fjallað um málið.
Málið er nokkuð vandræðalegt fyrir þá félaga en Vincent Kompany stjóri Burnley gæti þurft að fara yfir málið með þeim.
Jóhann Berg Guðmundsson var ónotaður varamaður í leiknum en Burnley eru aftur mættir í deild þeirra bestu eftir frábært tímabil í fyrra.