Stjarnan er á flugi og er liðið komið upp í fjórða sæti deildarinnar eftir sigur á Fylki í kvöld.
Emil Atlason skoraði bæði mörk Stjörnunnar í fyrri hálfleik og var í miklu stuði í Árbænum.
Ólafur Helgason setti boltann í eigið mark áður en Joey Gibbs mætti á vettvang og skoraði fjórða markið.
Stjarnan með sannfærandi sigur en liðið hefur leikið afar vel undanfarnar vikur.
Jökull Elísabetarson sem tók við Stjörnunni á tímabilinu hefur náð því besta fram úr flestum leikmönnum og situr liðið nú í fjórða sæti deildarinnar sem gæti orðið Evrópusæti.