Andy Carroll fyrrum framherji Liverpool þarf væntanlega að svara eitthvað fyrir hlutina heima hjá sér eftir myndir sem ensk blöð birta.
Þar er Carroll sem nú er leikmaður Reading í ansi nánum dansi með annari konu.
Carroll er giftur Billi Mucklow sem nú er stödd á Spáni í fríi með börnunum þeirra þremur. Þau giftu sig á síðasta ári en það stóð þó tæpt.
Carroll fór með vinum sínum í steggjaferð og var myndaður upp í rúmi með tveimur öðrum konum. Var það aðeins örfáum dögum fyrir brúðkaup.
Nú var Carroll að dansa við Kitty McPaws sem er plötusnúður í Bretlandi. „Hann var að tala um það hvað hann vildi gera við hana, þetta var ótrúlegt að sjá frá giftum manni,“ segir heimildarmaður enskra blaða.
Carroll er 34 ára gamall en hann hefur í sautján ár spilað sem atvinnumaður og gert það gott.