Útvarpsstöðin Talksport er ansi vinsæl í Bretlandi og þar fá hlustendur gjarnan að hringja inn og segja sína skoðun. Eitt símtal um helgina vakti mikla athygli.
Þar hringdi inn reiður stuðningsmaður Liverpool eftir jafntefli liðsins gegn Chelsea í gær. Vildi hann sjá stjórann Jurgen Klopp fá að taka pokann sinn.
„Ég tel að Klopp þurfi að fara,“ sagði stuðningsmaðurinn og mátti heyra að þáttastjórnendur voru ansi hissa. „Vá,“ sagði einn þeirra.
Stuðningsmaðurinn bætti við að Klopp gæti ekki lifað endalaust á því að hafa unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina áður.
„Klopp hefur gert fjöldan allan af mistökum. Hann átti ekki að láta Henderson fara svo fljótt. Þeir þurfa leiðtoga. Van Dijk er enginn leiðtogi,“ sagði hann, en Van Dijk var gerður að fyrirliða eftir að Henderson var seldur til Sádi-Arabíu nýlega.
Stuðningsmaðurinn kvaðst þá einnig reiður yfir því að Liverpool væri líklega að missa af helstu skotmörkum sínum, Moises Caicedo og Romeo Lavia, til Chelsea.
„Klopp verður farinn fyrir jól,“ sagði stuðningsmaðurinn að endingu.
⏰ “Klopp is on borrowed time.”
😳 “He’s got to go. He’s going to found out very quickly this season.”
🎄 “He’ll be gone by Christmas.”
Paul the #LFC fan details exactly why he wants Jurgen Klopp to go immediately. pic.twitter.com/hqFCHsNq2h
— talkSPORT (@talkSPORT) August 13, 2023