fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Klókir Skagamenn unnu 4,5 milljón um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. ágúst 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir eru kampakátir Skagamennirnir sem taka þátt í húskerfi ÍA í getraunum eftir leiki helgarinnar í enska boltanum. Þeir byrja tímabilið frábærlega og fengu 13 rétta á Enska getraunaseðilinn síðastliðinn laugardag.

Vinningsupphæðin er um 4,5 milljónir króna. „ Við festum leik 1 og leik 13 og spáðum því að Newcastle og WBA myndu vinna sína leiki sem gekk eftir. Síðan skárum við niður raðir og notuðum til þess kerfi Getrauna á vefnum og niðurstaðan varð 13 réttir“ sagði Guðlaugur Gunnarsson sem er í forsvari fyrir húskerfi ÍA. Alls eru 75 Skagamenn í hópnum sem tekur þátt í húskerfinu í hverri viku og skiptist vinningurinn á milli þeirra.

„Markmiðið með getraunastarfinu er að styðja myndarlega við starfið hjá ÍA og svo auðvitað að krækja í vinninga. Í fyrra spilaði hver og einn fyrir ca 300 krónur á viku að frádregnum vinningum. Mér sýnist allt stefna í að við komum út í plús á þessu keppnistímabili“ sagði Guðlaugur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona