Kylian Mbappe verður áfram hjá Paris Saint-Germain í vetur, eitthvað sem kemur nokkuð á óvart miðað við fréttir sumarsins.
Mbappe reyndi mikið að komast burt frá PSG í þessum glugga en samningur hans við PSG rennur út á næsta ári.
Nú fullyrðir Sky Sports það að Mbappe framlengi samning sinn til 2025 og sé klár og reiðubúinn í slaginn.
,,Kylian er trúr PSG. Kylian er kominn aftur,“ er haft eftir eiganda PSG, Nasser Al-Khelaifi, í frétt Sky.
Hann getur því ekki farið til Real Madrid á frjálsri sölu næsta sumar en Real er það lið sem er mest orðað við Frakkann.
Hins vegar er búist við að Mbappe fari til Real 2024 en þá fyrir ansi góða upphæð enda um einn besta fótboltamann heims að ræða.