Paris Saint-Germain er ekki tilbúið að sætta sig við aðeins einn framherja í sumar og er enn að horfa til Þýskalands.
PSG er búið að ná samkomulagi við Goncalo Ramos sem kemur til félagsins á láni frá Benfica í Portúgal.
Frakkarnir ætla ekki að sætta sig við aðeins Ramos og vilja enn fá Randal Kolo Muani frá Frankfurt.
Muani er einn eftirsóttasti framherji heims en Frankfurt vill fá 100 milljónir evra fyrir leikmanninn.
PSG er búið að ná samkomulagi við Muani persónulega en reynir að fá Frankfurt til að lækka verðmiðann.
Sky í Þýskalandi greinir frá en PSG leitar að nýrri sóknarlínu þar sem bæði Neymar og Kylian Mbappe gætu vel verið á förum í sumar eða 2024.