fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Margir landsmenn bálreiðir er þeir kveiktu á sjónvarpinu í dag – „Fokking bull maður“

433
Sunnudaginn 13. ágúst 2023 17:05

Frá Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir knattspyrnuáhugmenn urðu reiðir er þeir sáu að stórleikur KA og Breiðabliks í Bestu deild karla yrði ekki sýndur.

„Leikur verður ekki sýndur vegna sambandsleysis við völl,“ stendur á Stöð 2 Sport, þar sem útsendingin átti að vera.

Um mikilvægan leik fyrir bæði lið er að ræða og stuðningsmenn eðlilega pirraðir á þessu.

„Ég ætla ekki að borga reikninginn næstu mánaðamót vegna sambandsleysis. Fokking bull maður!“ skrifar Hilmar Jökull Stefánsson, einn harðasti stuðningsmaður Blika.

Margir tóku í sama streng. „Ég án gríns get ekki skilið þetta, ég er að sturlast. Líka bara gefast upp strax í stað þess að reyna allan leikinn,“ skrifaði Egill Sigfússon.

Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis, bendir á að Stöð 2 Sport geti lítið gert í þessu. „Sendu Sæsa P bara reikninginn, það er hlutverk KA að hafa netsamband í lagi svo hægt sé að starfa við útsendingu.“

Annars er staðan 1-1 í hálfleik.

Uppfært 17:08 Búið er að kippa útsendingunni í lag fyrir seinni hálfleikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona