Margir knattspyrnuáhugmenn urðu reiðir er þeir sáu að stórleikur KA og Breiðabliks í Bestu deild karla yrði ekki sýndur.
„Leikur verður ekki sýndur vegna sambandsleysis við völl,“ stendur á Stöð 2 Sport, þar sem útsendingin átti að vera.
Um mikilvægan leik fyrir bæði lið er að ræða og stuðningsmenn eðlilega pirraðir á þessu.
„Ég ætla ekki að borga reikninginn næstu mánaðamót vegna sambandsleysis. Fokking bull maður!“ skrifar Hilmar Jökull Stefánsson, einn harðasti stuðningsmaður Blika.
Margir tóku í sama streng. „Ég án gríns get ekki skilið þetta, ég er að sturlast. Líka bara gefast upp strax í stað þess að reyna allan leikinn,“ skrifaði Egill Sigfússon.
Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis, bendir á að Stöð 2 Sport geti lítið gert í þessu. „Sendu Sæsa P bara reikninginn, það er hlutverk KA að hafa netsamband í lagi svo hægt sé að starfa við útsendingu.“
Annars er staðan 1-1 í hálfleik.
Ég ætla ekki að borga reikninginn næstu mánaðamót vegna sambandsleysis.
Fokking bull maður! pic.twitter.com/oo8jWKQABf— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) August 13, 2023
Uppfært 17:08 Búið er að kippa útsendingunni í lag fyrir seinni hálfleikinn.