Knattspyrnustjarnan Andy Carroll hefur svo sannarlega komið sér í vesen eftir myndband sem birtist af honum í heimahúsi um helgina.
Carroll er leikmaður Reading í dag en hann sást á næturklúbbi en var síðar boðið að halda djamminu áfram.
Fyrrum enski landsliðsmaðurinn játaði það boð og bauð upp á óviðeigandi hegðun á dansgólfinu.
Carroll sást dansa við konu að nafni Kitty McPaws sem er þekktur plötusnúður og sá um að halda partýinu gangandi fyrir gesti.
Carroll var kominn vel í glas á þessum tímapunkti og sást dansa óviðeigandi við ‘Kitty McPaws’ enda um giftan mann að ræða.
The Sun náði sambandi við nokkra aðila sem urðu vitni að atvikinu og höfðu þau ekki góða hluti að segja.
,,Hann var mikið í því að strjúka á henni rassinn. Hann var mjög óviðeigandi,“ sagði einn í samtali við Sun.
,,Það var eins og hann hefði engar áhyggjur af afleiðingunum og vissi sjálfur að aðrir væru að fylgjast með.“