Víkingur Reykjavík vann stórsigur í Bestu deild karla í kvöld er liðið spilaði við HK á heimavelli.
Um var að ræða einn stærsta sigur sumarsins en Víkingar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu sex mörk gegn einu.
Staðan var 4-0 í hálfleik og hafði varnarmaðurinn Gunnar Vatnhamar skorað tvö af þeim mörkum.
Fyrr í kvöld áttust við KR og Fram á Meistaravöllum þar sem heimaliðið vann eftir góða byrjun.
KR komst í 2-0 snemma leiks en vann viðureignina að lokum 3-2 og var lokakaflinn nokkuð spennandi.
Víkingur R. 6 – 1 HK
1-0 Gunnar Vatnhamar(’10)
2-0 Danijel Dejan Djuri (’30)
3-0 Gunnar Vatnhamar(’38)
4-0 Helgi Guðjónsson(’40)
5-0 Birkir Valur Jónsson(’67, sjálfsmark)
5-1 Brynjar Snær Pálsson(’72)
6-1 Nikolaj Hansen(’88)
KR 3 – 2 Fram
1-0 Ægir Jarl Jónasson(‘8)
2-0 Benoný Breki Andrésson(‘9)
2-1 Aron Jóhannsson(’46)
3-1 Kristján Flóki Finnbogason(’81)
3-2 Magnús Þórðarson(’90)