Það var ekki alltaf auðvelt að eiga við goðsögnina Sir Alex Ferguson sem var lengi þjálfari Manchester United.
Geoff Shreeves, fyrrum fréttamaður Sky Sports, getur sagt þér frá því en hann hitti Ferguson á vondum tíma í Lisbon í Portúgal fyrir mörgum árum.
Þar var Shreeves að taka viðtal við stórstjörnuna Cristiano Ronaldo fyrir leik í Meistaradeildinni.
Ferguson sá að Shreeves væri að taka viðtal við Ronaldo og var langt frá því að vera hrifinn.
,,Við áttum svo marga góða tíma saman en við vorum ekki alltaf á sömu vegalengd. Ég var í Lisbon og tók viðtal við Cristiano Ronaldo degi fyrir leik,“ sagði Shreeves um samband sitt við Ferguson.
,,Ég heyrði hurðina ískra í bakgrunn og Ronaldo virtist skelkaður. Það gat bara ein manneskja verið á bakvið mig.“
,,Þarna kom það: ‘Hey, ertu að ‘fokking’ grínast í mér? Þetta er ekki heimildarmynd.’ Viðtalið kláraðist um leið.“
,,Degi seinna þá labbar hann upp að mér og lætur gefur mér liðsvalið fyrir leik.“