Það eru svo sannarlega ekki allir sem geta hafnað þeirri launahækkun sem fylgir því að skrifa undir hjá ensku félagi.
Goðsögnin Georgio Chiellini getur þó sagt það en hann hafnaði því að skrifa undir hjá Arsenal árið 2001 þá aðeins 16 ára gamall.
Chiellini var á mála hjá Livorno í ítölsku C-deildinni og hefði fengið fimmtán sinnum hærri laun erlendis.
Chiellini ákvað þó að hafna tækifærinu en átti síðar frábæran feril og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Juventus.
Ekki nóg með það þá spilaði Chiellini 117 landsleiki fyrir Ítalíu en hann yfirgaf Livorno aðeins ári seinna og samdi við Roma.
,,Þegar ég horfi til baka, ég var nautheimskur að hafna þessu tilboði. Ég var 16 ára gamall og spilaði í C-deildinni,“ sagði Chiellini.
,,Ég fékk risatilboð frá Englandi og hefði borgað 66 þúsund pund fyrir eitt tímabil. Ég taldi mig ekki vera tilbúinn, ef ég hefði samþykkt þá væri eins og ég hefði svikið Livorno.“