Jordan Henderson hefur fulla trú á því að hann geti verið hluti af enska landsliðinu í næstu verkefnum.
Um er að ræða 33 ára gamlan leikmann sem ákvað að yfirgefa Liverpool í sumar og skrifa undir hjá Al-Ettifaq í Sádí Arabíu.
Deildin í Sádí Arabíu er svo sannarlega mun verri en deildin á Englandi en Henderson hefur verið í sambandi við landsliðsþjálfarann Gareth Southgate.
,,Ég er aðeins einbeittur að því að spila vel fyrir Ettifaq og gera mitt besta. Ef ég geri mitt besta er engin ástæða fyrir því að ég geti ekki spilað fyrir England,“ sagði Henderson.
,,Við höfum rætt um þetta undanfarnar vikur því að spila fyrir England er þýðingarmikið og ég tel að ég geti enn boðið upp á mikið. eins og ég gerði á HM.“
,,Ég tel að ég hafi mitt að færa liðinu en á sama tíma þarf ég að standa mig vel hér og vonandi ef ég geri það þá kemst ég í liðið eins og venjulega.“