fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Nýi fyrirliðinn bjóst við að vera látinn fara margoft – ,,Var örugglega ekki nógu góður“

Victor Pálsson
Laugardaginn 12. ágúst 2023 18:00

Darwin Nunez og Reece James takast á. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reece James var fyrir helgi nefndur sem nýr fyrirliði Chelsea eftir að Cesar Azpilicueta kvaddi félagið í sumar.

James er uppalinn hjá Chelsea og spilar í hægri bakverði en hann ætlaði nokkrum sinnum að yfirgefa enska stórliðið.

Það tók James dágóðan tíma að fá tækifæri með aðalliði félagsins en hefur í dag fest sig í sig í sessi sem byrjunarliðsmaður.

Stuðningsmenn Chelsea eru hæstánægðir með valið enda um uppalinn dreng að ræða sem er einn besti bakvörður deildarinnar.

,,Þetta ævintýri hefur verið erfitt og alls ekki auðvelt. Það komu tímar nokkrum sinnum þar sem ég var ekki líklegur til að vera áfram hjá Chelsea, ég var örugglega ekki nógu góður sem var erfitt að taka,“ sagði James.

,,Ég hélt áfram að leggja mig fram og komast á stað þar sem ég fékk loksins samning. Þetta er eins og nýtt lið í dag, við höfum fengið inn marga nýja leikmenn, nýtt starfsfólk og fleira. Við byrjuðum undirbúningstímabilið vel og leikmönnum líður vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Græðir þú á leik Íslands?

Græðir þú á leik Íslands?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“
433Sport
Í gær

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Í gær

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu