Njarðvík vann sinn annan sigur í röð í Lengjudeild karla í kvöld er liðið mætti Vestra.
Rafael Victor skoraði bæði mörk heimaliðsins í sigrinum og er Njarðvík nú aðeins stigi frá öruggu sæti.
Það fór fram fjörugri leikur í Laugardalnum þar sem Þróttur fékk Selfoss í heimsókn þar sem sjö mörk voru skoruð.
Þróttur hafði betur með fjórum mörkum gegn þremur og er stigi á undan Njarðvík.
Njarðvík 2 – 0 Vestri
1-0 Rafael Victor
2-0 Rafael Victor
Þróttur R. 4 – 3 Selfoss
0-1 Gary Martin
1-1 Kári Kristjánsson
2-1 Hinrik Harðarson
3-1 Jörgen Pettersen
3-2 Guðmundur Tyrfingsson(víti)
4-2 Baldur Hannes Stefánsson
4-3 Stefán Þórður Stefánsson(sjálfsmark)