Ilkay Gundogan er á meðal þeirra leikmanna sem Barcelona hefur ekki skráð til leiks fyrir komandi tímabil.
Frá þessu er greint í spænskum miðlum en Gundogan kom til Barcelona frá Manchester City í sumar á frjálsri sölu.
Gundogan er ekki eini leikmaðurinn sem er ekki skráður en nefna má aðra nýja leikmenn eins og Inigo Martinez og Oriol Romeu.
Barcelona er aðeins með 12 leikmenn skráða þegar þetta er skrifað en fyrsti leikur liðsins fer fram á sunnudaginn í La Liga.
Barcelona er í vandræðum með að skrá leikmenn til leiks vegna fjárhagslaga UEFA eða ‘Financial Fair Play’ eins og það er yfirleitt kallað.
Búist er þó við að Barcelona nái í heilan hóp fyrir leik gegn Getafe en óvíst er hvort nýju mennirnir verði með.