Manchester United gæti þurft að fresta ákvörðun um framtíð Mason Greenwood.
Mál gegn Greenwood var látið niður falla í vetur en hann hefur ekki fengið að snúa aftur í lið United.
Félagið hefur framkvæmt sína eigin rannsókn um hvort Greenwood eigi afturkvæmt í liðið.
Styrktaraðilar hafa til að mynda sitt að segja í því máli en einnig leikmenn kvennaliðs United.
Nokkrir leikmenn, Mary Earps, Ella Toone og Katie Zelem, eru enn að spila á Heimsmeistaramótinu en United vill fá álit þessara leikmanna.
Þetta tefur því ferlið og ekki er víst að United geti tilkynnt um ákvörðun sína fyrir fyrsta leik sinn í ensku úrvalsdeildinni gegn Wolves á mánudag.